Zelsiuz vaknar upp úr sumardvala

Tengd myndKæru vinir – þetta er að bresta á. Eftir stutt sumarfrí er félagsmiðstöðin Zelsiuz að vakna upp af sumardvala. Þessa stundina erum við að pússla saman starfsmannahópi vetrarins en ljóst er að gamlar kempur fljúga á önnur mið. Jónína, Arnar, Kristín Olga og Magdalena verða ekki með okkur í vetur þar sem þau eru að snúa sér að öðrum verkefnum. Það er mikill missir af þeim enda þau skemmtilegir og drífandi starfsmenn. Búið er að ráða nýjan verkefnastjóra í staðinn fyrir Jónínu en hann heitir Magnús en er alltaf kallaður Maggi. 

Maggi hefur unnið í félagsmiðstöðvageiranum síðan 2002 með stuttum hléum. Hann starfaði í 11 ár hjá Reykjavíkurborg sem forstöðumaður yfir félagsmiðstöðvum í Grafarvogi og í Norðlingaholtinu og var einn vetur norður á Dalvík. Hann hefur einnig starfað fyrir Barnavernd en nú síðast hjá mannréttindasamtökunum Amnesty International. Hann er spenntur að koma til starfa og fá að vinna náið með æskunni í Árborg.

Starfið okkar fer af stað strax í byrjun september. Nánar síðar.