Z-ráðið

Þriðjudaginn 19.september kl. 15 er fyrsti Z-ráðsfundur vetrarins í Pakkhúsinu (efri hæðin í Zelsíuz).

 

Z-ráðið: Z-ráðið er klúbbur sem vinnur að því að bæta starfið í félagsmiðstöðinni.  Helsta hlutverk Z-ráðsins er að reka félagsmiðstöðina með aðstoð starfsmanna. Þannig verður reynt að láta unglinga bera sem mesta ábyrgð og hafa frumkvæði. Starfsfólkið á fyrst og fremst að vera leiðbeinendur og aðstoðarmenn.

Á fundum Z-ráðsins er farið yfir helstu verkefni næsta mánaðar, búin til dagskrá og þeim boðið að skrá sig á verkefni. Það er því ákveðin hópur sem tekur þátt í að skipuleggja og halda utan um hvert verkefni. Þau njóta síðan aðstoðar og leiðbeiningum starfsmanna.