Vikan 29.janúar- 2.febrúar

Það verður margt um að vera í Zelsíuz í vikunni. Hópastarfið hjá 5.-7.bekk er á sínum stað á mánudaginn. Opið á Stokkseyri á þriðjudag kl. 14-16 fyrir 5.-7.bekk ásamt því að vera opið á Selfossi fimmtudag og föstudag kl. 14-16.

Bella Net er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur á aldreinum 13- 16 ára sem byrjar þriðjudaginn 30.janúar er frá kl. 17-19. Námskeiðið verða 7 skipti þar sem leitast verður við að auka sjálfstraust, framkomu, farið í nýja og skemmtilega leiki og rætt um ýmis mál og málefni.

Fimmtudaginn 1.febrúar hefst 6 vikna stuttmyndanámskeið fyrir 7.-10.bekk. Farið verður yfir allt sem tengist myndbandagerð í skemmtilegu námskeiði þar sem nemendur fá að vinna með alvöru myndavélagræjum. Námskeiðið er frá kl.17-19. 

Miðvikudaginn 31.janúar verður skíðafundur á kvöldopnun í Zelsíuz kl. 20.30. Þar á að kanna áhugann á skíðaferð svo allir áhugasamir eru velkomnir.

Föstudaginn 2.febrúar er USSS 2018 haldið í íþróttahúsinu á Laugarvatni. USSS er undankeppni okkar sunnlendinga fyrir söngkeppni Samfés sem haldin er í Laugardalshöllinni 24.mars. Fyrir hönd okkar í Zelsíuz keppir hljómsveitin Pressa en þá hljómsveit skipa þær Karen Hekla söngur, Katrín Birna Selló, Kristín Ósk bassi, Kate Carillo gítar og Sóley Ósk á trommur. Þær flytja lagið Need The Sun To Break með James Bay. 

Hér að neðan má sjá auglýsingar fyrir viðburðina sem eru taldir upp hér að ofan.