Reglur


Reglur Zelsiuz

1.                 Öll neysla áfengis, vímuefna og tóbaks er með öllu óheimiluð í Zelsiuz og það sama á við um lóðina í kringum Zelsiuz. Ef einstaklingur er tekin með tóbak fær hann áminningu og tækifæri til að bæta sig. Í annað skipti sem hann er gripinn er einstaklingum tilkynnt að haft verði samband við foreldra eða forráðamenn innan sólarhrings. Hann fær 12 tíma til að koma hreint fram við foreldra eða forráðamenn áður en starfsmenn hafa samband. ATH. að orkudrykkir, bagg og orkupokar sem settir eru í vörina eru einnig bannaðir. Zelsiuz áskilur sér líka að banna nýjar vörur sem koma á markað og eru á gráu svæði varðandi tóbaksvarnarlög.

2.                 Almennar umgengisreglur skuli vera virtar.  Ef eitthvað brotnar þá er hvert tilfelli metið og tekið á því af sanngirni í samvinnu við unglingana. Starfsfólkið áskilur sér þann rétt að setja einstakling í bann frá ákveðnum tækjum og aðstöðu. Einnig mun starfsfólkið nota ýmsar leiðir til að bæta umgengni.

3.                 Virðing gagnvart öllum einstaklingum. Unglingar eiga að bera virðingu fyrir öllum einstaklingum, unglingum, gestum og starfsfólki. Þeir skulu bera ábyrgð á sínum gjörðum og starfsfólk hefur rétt til að stoppa alla vafasama hegðun, sérstaklega þegar ekki er ljóst hvort allir einstaklingar séu ánægðir með aðstæðurnar.

4.                 Lygar og neikvæðni er mjög illa liðin. Lagt er mikið upp úr hreinskilni og jákvæðni.

Reglur á böllum

 • Miða skal kaupa í forsölu til að auðvelda gæslu, eftirlit og tengingu starfsfólks við unglinga.
 • Hægt verður að kaupa miða við dyrnar á uppsprengjuverði.
 • Hægt er að panta miða fyrir þá sem alls ekki komast að kaupa miða.
 • Húsinu er lokað 30 – 35 mín eftir að húsið opnar og lokað á meðan ballinu stendur.
 • Neyðarútgangar eru ekki notaðir nema í neyð og sem loftkæling. Þá má einungis standa við útgangana en ekki fara út.
 • Útiskór eru ekki leyfðir en það má koma með aukaskó til að vera í inni.
 • Tóbaks-, áfengis-  og vímuefnaneysla er bönnuð eins og venjulega.

Reglur á gistinóttum og ferðalögum

Stífar reglur er varðandi ferðlög og gistinætur.

 1. Takmarkaður fjöldi

Ø      Aldrei verður hægt að fara með alla. Fjöldi miða verður auglýstur fyrir hvern viðburð

 1. Leyfisbréf

Ø      Leyfisbréfi og gjaldi skal skila inn einum degi fyrir gistinætur eða á þeim tíma sem tilgreint er á leyfisbréfi.

Ø      Fyrir ferðalög er það 2 – 4 dögum fyrir brottför og er auglýst sérstaklega.

Ø      Unglingar, foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að lesa leyfisbréfið vel og hafa samband fyrir frekar upplýsingar.

 1. Staðfestingagjald

Ø      Í ákveðnum tilfellum verður beðið um staðfestingargjald fyrr ef skipulagning á viðburðum er háð fjölda.

 1. Allir orkudrykkir eru bannaðir.

Ø      Ofnotkun af orkudrykkjum hefur verið að valda vandræðum í félagsmiðstöðvum landsins og virðast unglingar eiga það til að koma með marga lítra af orkudrykkjum þegar gista á saman.

Ø      Orkudrykkir verða gerða upptækir og ekki skilað aftur.

 1. Húsið lokað á gistinóttum

Ø      Húsið er lokað eftir kl. 22:00 á gistinóttum og opnar ekki aftur fyrr en 08:00 næsta morgun.

Ø       Ef unglingar vilja eiga möguleika á því að fara heim um miðja nótt þarf það að vera gert í samráði við foreldra.

 1. Félagsmiðstöðin ber ábyrgð á unglingunum á ferðalögum

Ø      Í ferðalögum er ætlast til að unglingarnir séu með félagsmiðstöðinni. Við berum ábyrgð á unglingum í ferðalaginu. Ef unglingurinn ætlar að fara eitthvað annað tímabundið þá verður það að vera gert í samráði við foreldra.

 1. Vímuefni og tóbaksneysla

Ø      Ef unglingur er tekinn við neyslu vímuefna og tóbaks þá mun sá unglingurinn verið sendur heim á kostnað foreldra og forráðamanna

 1. Svefntími

Ø      Á gistinóttum á að vera komin nokkuð góð ró kl. 04.00.

Ø      Í ferðlögum er svefntíminn mismunandi en almennt mun fyrr en á gistinóttum.

Vímuefna- og tóbaksleit.

Þar sem öll böll á vegum félagsmiðstöðvarinnar eru vímuefna- og tóbakslaus hefur félagsmiðstöðin rétt til að leita á unglingum. Að gefnu tilefni mun félagsmiðstöðin leita eftir áfengi og tóbaki á unglingunum. Þetta á fyrst og fremst við þegar um böll eða ferðalög er að ræða og á öðrum viðburðum sem starfsmenn telja það nauðsyn. Vonandi þarf ekki að notast við leit á venjulegum opnum húsum en það verður tekið upp ef þess er þörf.

Þessi leit verður framkvæmd samkvæmt lögum og reglum, kvenkyns starfsmenn leita á stelpum og karlkyns starfsmenn á strákum.

Hvað verður gert ef eitthvað finnst

      Ef tóbak finnst á unglingunum verður það gert upptækt og haft samband við foreldra um leið og færi gefst. Unglingum verður ekki bannað að fara á viðburðinn.

Ef áfengi finnst á einhverjum ungling verður það gert upptækt og að öllu óbreyttu verður hann látinn blása í áfengismæli. Zelsiuz áskilur sér einnig rétt að biðja unglingana að blása jafnvel þó að ekki finnist áfengi á unglingum. Öll ölvun ógildir miðann og verður haft samband við foreldra um leið.

Orkudrykkir

Félag félagsmiðstöðva á Íslandi, Samfés, er að reyna að takamarka orkudrykki vegna aukinna heilsufarsvandamála vegna ofnotkunar þeirra.

 

Reglur um klæðaburð

Klæðnaður hefur ekki verið mikið vandamál í félagsmiðstöðinni Zelsíuz og því ætti ekki að vera erfitt að taka upp reglur Samfés um klæðaburð. Þó svo að þörfin sé minni en annarstaðar þá mun Zelsíuz fylgja Samfés og flestum félagsmiðstöðum og taka upp klæðaburðarviðmið Samfés sem má sjá hér að neðan.

Klæðaburðarviðmið Samfés.

Unglingum er treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi og mælt er með því að hver og einn klæði sig af virðingu við sjálfa(n) sig. Foreldrar og starfsfólk eru hvött til halda þessari umræðu á lofti. Til þess að koma í veg fyrir slys er mælt með að velja þægilega skó.