Klúbbastarf


Klúbbastarf Zelsiuz

Í Zelsíuz eru ýmsir klúbbar starfræktir, bæði sérhæfðir klúbbar og áhugasviðsklúbbar. Markmið klúbbana er m.a. hópefli, efla jákvæða hegðun og bæta félagshæfni.

Z-ráðið: Jónína Ósk er umsjónarmaður Z-ráðsins en aðrir starfsmenn sitja fundina og taka virkan þátt í starfi ráðsins. Z-ráðið er klúbbur sem vinnur að því að bæta starfið í félagsmiðstöðinni og unnið er að jákvæðri hegðun og forvörnum.  Helsta hlutverk Z-ráðsins er að reka félagsmiðstöðina með aðstoð starfsmanna. Þannig verður reynt að láta unglinga bera sem mesta ábyrgð og hafa frumkvæði. Starfsfólkið á fyrst og fremst að vera leiðbeinendur og aðstoðarmenn.

Á þessum fundi er farið yfir helstu verkefni næsta mánaðar, búin til dagskrá og þeim boðið að skrá sig á verkefni. Það er því ákveðin hópur sem tekur þátt í að skipuleggja og halda utan um hvert verkefni. Þau njóta síðan aðstoðar og leiðbeiningum starfsmanna.

Mjög mikilvægt er að verðlauna Z-ráðið fyrir góð störf, til dæmis þurfa þeir unglingar sem vinna á viðburðum ekki að borga fullt gjald og stundum ekki neitt.  Þau fá síðan alltaf punkta fyrir það sem þau gera eins og að taka að sér verkefni, mæta á fundi, ganga frá, sjá um sjoppu og fyrir að sýna almenna jákvæða og góða hegðun. Aftur á móti verður takmarkaður fjöldi sem vinnur á hverjum viðburði þar sem ekki er gott að hafa of marga, þau eiga því að skipta þessu á milli sín.

Z-ráðið mun því innihalda þá unglinga sem við vinnum nánast með og þeim unglingum sem hafa bæði metnað og áhuga á að gera félagsmiðstöðina að því sem hún er. Það verður markvisst unnið að því að efla, styrkja og auka sjálfstæði þessara unglinga sem mun vonandi smita út frá sér til annarra unglinga. Einstaklingarnir eiga að vera vímuefna- og tóbakslausir.

Eftirfarandi klúbbar eru alltaf starfræktir

Stelpuklúbbur:  Í vetur verða starfræktir tveir stelpuklúbbar, annars vegar klúbbur fyrir 8. bekk og hins vegar fyrir 9.–10. bekk. Markmið klúbbanna er að vera skemmtilegur en upplýsandi fyrir þátttakendur. Umræðuefnin verða fjölbreytt en leitast verður eftir því að styrkja, styðja og fræða þær sem taka þátt ásamt því að hafa gaman og eiga góðar stundir saman. Stelpuklúbburinn á þó fyrst og fremst að vera skemmtilegur og því nauðsynlegt að leyfa léttara umræðuefni og viðburði inn á milli. Klúbbarnir eru starfræktir allan veturinn og endar starfið í vor á lokaferð sem klúbbarnir hafa safnað sér fyrir með því að standa fyrir einhvers konar viðburðum yfir veturinn.

Yngri klúbburinn er annanhvern miðvikudag kl.17-19

Eldri klúbburinn er annanhvern fimmtudag kl. 20-22

Strákaklúbbur: Í vetur verða starfræktir tveir strákaklúbbar, annars vegar fyrir stráka í 8.bekk og hinsvegar fyrir stráka í 9. og 10.bekk. Þessir klúbbar hafa verið í gangi á fjórða ár og eru búnir að festa sig í sessi og eru eftirsóknarverðir. Viðfangsefni klúbbanna ráðast af andrúmslofti og áhuga þeirra sem taka þátt en aðalmarkmiðið er að vinna með sjálfsímynd og félagslega hæfni. Leitast er við að mynda traust innan hópsins og munu umsjónarmenn þeirra nýta sér margskonar mismunandi aðferðir til þess. 

Yngri klúbburinn er annanhvern þriðjudag kl. 17-19 

Eldri klúbburinn er annanhvern þriðjudag kl. 19.15-21.15

Spilaklúbbur: Í vetur verða í gangi 1-2 spilaklúbbar eða svokallaðir RPG (RolePlayGame) klúbbar en þar er meðal annars spilað Dungeons and Dragons, LAN-að og ýmislegt fleira sem fellur að áhugasviði þeirra. Bæði kynin eru velkomin í þennan klúbb. Siggi og Arnar sjá um RPG klúbbinn.

Spilaklúbburinn er annanhvern miðvikudag kl. 16-18

Boðið verður upp á eftirfarandi klúbba. Ef ekki næst næg þátttaka getur verið að það þurfi að fella hann niður.

Tónlistarklúbbur: Ef þú hefur áhuga á að syngja, spila á hljóðfæri, hlusta eða bara með áhuga á tónlist yfir höfuð þá er þetta klúbburinn fyrir þig. Hér verður spiluð tónlist, rætt um tónlist, hlustað á nýja tónlist og klúbburinn skipuleggur og sér um að halda söngkeppnina okkar SamZel sem fer fram í desember. 

Tónlistarklúbburinn er með óreglulegan tíma allt eftir þörfum þeirra verkefna sem er verið að takast á við

Ævintýraklúbbur: Þessi klúbbur er fyrir þá sem eru ævintýragjarnir og hafa áhuga á útivist. Við ætlum að blanda saman útivist og ævintýrum á ólíkum slóðum og hafa gaman. Við erum að tala um t.d. kayak, fara upp á Ingólfsfjall, hellaskoðun, skógarferð. Ákveðið var að fresta þessum klúbb fram í mars eða þar til það hlýnar úti 

Matreiðsluklúbbur: Markmiðið er að kynna allskyns matargerð og matarmenningu. Klúbburinn verður staðsettur í heimilisfræðistofunni í Vallaskóla þar sem verður eldað saman, kennd verða nytsamleg ráð við matargerð og endað á að halda Masterchef keppni.

Matarklúbburinn er annanhvern miðvikudag kl.17-19

Stílsklúbbur: Stíll er hönnunarkeppni sem haldin er árlega á vegum Samfés. Þar er keppt í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Þessi klúbbur er ætlaður fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt en einnig þeim sem hafa brennandi áhuga. Farið verður í gegnum ferlið frá byrjun og til enda og að lokum endað með fullgert verkefni.

Er ekki farinn af stað

 Kvikmyndaklúbbur: Í þessum klúbbi á að ræða, horfa og njóta kvikmynda. Kynntar verða gamlar og góðar bíómyndir ásamt þeim nýju. 

Ekki náðist í nægilegan fjölda þessa önn

Artyklúbbur: Hér verður teiknað, dútlað og skapað það sem hugurinn ber okkur eða skapað eitthvað sem ekki hefur verið gert áður. 

Ekki náðist í nægilegan fjölda þessa önn

Nördaklúbbur: Hérna ætlum við að sameinast í áhuga okkar á skemmtilegum hlutum s.s. teiknimyndasögum, anime, Game of Thrones eða bara það sem við höfum áhuga á. 

Ekki náðist í nægilegan fjölda þessa önn

Leiklistarklúbbur: Markmiðið er að kynnast leiklistarheiminum og búa til samheldan hóp með svipuð áhugamál. Farið verður í sviðsframkomu og farið í leiklistarleiki, hitt leikara og jafnvel sett upp leikrit. 

Ekki náðist í nægilegan fjölda þessa önn

Bókaklúbbur: Allir lesa sömu bókina og síðan hittast allir og ræða hana jafnvel horft á bíómynd eftir bókinni ef hún er til og velt fyrir sér hvað er líkt og ólíkt. 

Ekki náðist í nægilegan fjölda þessa önn

 

 

Við erum mjög opin fyrir allskyns hugmyndum af flottum klúbbum og munum bæta við fleirum áhugasviðslúbbum í vetur 😀