Starfsfólkið -- Félagsmiðstöðin Zelsiuz

Starfsfólkið


Gunnar E. Sigurbjörnsson

 

Gunnar

Forstöðumaður

gunnars@arborg.is

s: 480-1950 / 820-4567 

 
Tómstunda- og forvarnafulltrúi er yfir báðum tómstundastofnunum Árborgar, ungmennahúsinu Pakkhúsið og félagsmiðstöðinni Zelsiuz ásamt því að bera ábyrgð á forvarnamálaflokki sveitarfélagsins. Hann sér um allan fjárhagslegan rekstur Zelsiuz og heldur utan um starfsmannamálin. Fulltrúinn mótar einnig stefnu og uppbyggingu félagsmiðstöðvarinnar og hefur yfirumsjón með dagskrágerð og starfsemi Zelsiuz. Tómstunda- og forvarnafulltrúinn nýtur þó aðstoðar starfsmanna hússins og unglinga í Z-ráði við þessa uppbyggingu og mótun.
 
Gunnar hefur verið tómstunda- og forvarnarfulltrúi Árborgar frá því í ágúst 2012. Gunnar er með B.Ed.- gráðu frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist vorið 2010. Hann hefur áður starfað sem verkefnastjóri í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum í Reykjavík um 9 ára skeið og einnig starfað sem kennari, umsjónarmaður leikjanámskeiða, innkaupastjóri hjá byggingarfyrirtæki og fleira.
 

Jónína Ósk Ingólfsdóttir

 

Verkefnastjóri 

joninaosk@arborg.is

s: 480-1951 / 771-1877

Dag- og kvöldstarfsmaður

Verkefnastjóri Zelsíuz sér um að halda utan um daglegan rekstur og skipulag félagsmiðstöðvarinnar í samvinnu við tómstunda- og forvarnarfulltrúa Árborgar. 

Jónína hóf störf í félagsmiðstöðinni Zelsíuz haustið 2016.

Jónína útskrifaðist með B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands vorið 2002. Hún hefur verið við kennslu í grunnskólum bæði í almennri kennslu og sérkennslu síðan þá ásamt því að vera verkefnastjóri í frístundaheimili og félagsmiðstöð, umsjónarmaður leikjanámskeiða o.fl.. 

Starfsmaður á dagvöktum bæði með 5.-7.bekk og 8.-10.bekk. Vinnur á mánudags- og miðvikudagskvöldum og annað hvert föstudagskvöld. Auk þess er hún með stelpuklúbb og ævintýraklúbb.

Arnar Helgi Magnússon

arnarhm@arborg.is 

Dag- og kvöldstarfsmaður

Arnar Helgi hóf störf í félagsmiðstöðinni Zelsíuz haustið 2016. 

Arnar Helgi útskrifaðist frá FSU vorið 2015. Hann hefur brennandi áhuga á starfi með börnum og unglingum og hefur m.a. unnið á leikskóla, verið flokkstjóri í Vinnuskólanum ásamt því að vinna í Pakkhúsinu og Zelsíuz.

Starfsmaður á dagvöktum bæði með 5.-7.bekk og 8.-10.bekk. Vinnur á mánudags- og miðvikudagskvöldum og annað hvert föstudagskvöld. Auk þess er hann með strákaklúbba, spilaklúbba og matreiðsluklúbb.

Kristín Olga Gunnarsdóttir

Dag- og kvöldstarfsmaður

Kristín Olga hóf störf í félagsmiðstöðinni Zelsíuz haustið 2017.

Kristín Olga útskrifaðist frá Menntaskólanum í Kópavogi jólin 2015 af félagsfræðabraut auk þess að hafa lokið grunndeild matvæla, hún hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í frönsku, félagsfræði, sögu og námsárangur í heild sinni.

Hún hefur einnig lokið diplómanámi ÍAK Einkaþjálfara hjá Keili.

Kristín Olga hefur mikinn áhuga á félagsstarfi og heilsu barna og unglinga og hefur meðal annars unnið sem flokkstjóri hjá Árborg, á leikskóla og á sambýli.

Vinnur öll miðvikudagskvöld og annað hvert föstudagskvöld. Á þriðjudagskvöldum vinnur hún á Stokkseyri með 8.-10.bekk. Kristín hefur umsjón með 5.-7. bekkjarstarfinu í Zelsíuz og er því á dagvöktum með þann aldurshóp alla mánudaga, fimmtudaga og föstudaga.  Auk þess er Kristín með stelpuklúbb, matreiðsluklúbb, ævintýraklúbb og leiklistarklúbb.

 

Guðbjartur Daníel Guðmundsson

 

 gudbjartur.daniel@arborg.is

Kvöldstarfsmaður

Vinnur öll mánudagskvöld og annan hvern föstudag. Auk þess er hann með strákaklúbbana og tónlistarklúbb.

Guðmunda Bergsdóttir

Dag- og kvöldstarfsmaður

Guðmunda hóf störf í félagsmiðstðinni Zelsíuz haustið 2017.

Guðmunda útskrifaðist sem stúdent frá Verzlunarskóla Íslands vorið 2017 og stefnir á tölvunar- og viðskiptafræði. Hún hefur unnið mikið með krökkum og unglingum og hefur m.a. unnið á leikjanámskeiðum, 10-12 ára sumarsmiðjunum, flokkstjóri í Vinnuskóla Árborgar þar sem hún var flokkstjóri ársins 2016 ásamt því að hafa unnið í Pakkhúsinu.

Vinnur öll miðvikudagskvöld og annan hvern föstudag. Einnig vinnur hún á fimmtudögum kl.14-16 í starfi með 5.-7.bekk. Auk þess er hún með eldri stelpuklúbbinn og Stílsklúbbinn þar sem unnið er að viðfangsefni fyrir hönnunarkeppnina Stíl.   

Magdalena Katrín Sveinsdóttir

Kvöldstarfsmaður

Vinnur öll mánudagskvöld og annan hvern föstudag. Auk þess er hún með yngri stelpuklúbbinn og Stílsklúbbinn.

Salómon Smári Óskarsson

Kvöldstarfsmaður

Vinnur á þriðjudögum á Stokkseyri og annan hvern föstudag. Auk þess er hann með yngri stuttmyndanámskeið og yngri spilaklúbb.

Hildur Öder Einarsdóttir- afleysingar