Starfsfólkið


 

Magnús Sigurjón Guðmundsson

 

Verkefnastjóri 

magnus.sigurjon@arborg.is

s: 480-1951 / 899-8776

Dag- og kvöldstarfsmaður

Verkefnastjóri Zelsíuz sér um að halda utan um daglegan rekstur og skipulag félagsmiðstöðvarinnar í samvinnu við tómstunda- og forvarnarfulltrúa Árborgar. 

Magnús hóf störf í félagsmiðstöðinni Zelsíuz haustið 2018.

Magnús hefur unnið í æskulýðsstarfi frá því árið 2002 – lengst af sem forstöðumaður yfir félagsmiðstöðvum hjá Reykjavíkurborg en einnig hefur hann starfað hjá Barnavernd Reykjavíkur, hjá Vinnumálastofnun og sem aðgerðastjóri hjá Íslandsdeild Amnesty International. Hann útskrifaðist með B.A. gráðu frá Háskóla Íslands í júní 2011. Hann hefur stýrt ungmennaráðum fyrir sveitarfélög og fyrir Samfés (samtök félagsmiðstöðva á Íslandi).

Starfsmaður á dagvöktum bæði með 5.-7.bekk og 8.-10.bekk. Vinnur á mánudags- og miðvikudagskvöldum og kemur inn á flesta stórviðburði á vegum félagsmiðstöðvarinnar. Auk þess er hann að stjórna strákaklúbb fyrir drengi úr 8.bekk og Extremeklúbb félagsmiðstöðvarinnar. 

Sveinn Ægir Birgisson

sveinn@arborg.is 

Dag- og kvöldstarfsmaður

Sveinn Ægir hóf störf í félagsmiðstöðinni Zelsíuz haustið 2018. 

Sveinn Ægir útskrifaðist frá FSU vorið 2015. Hann hefur brennandi áhuga á starfi með börnum og unglingum og hefur m.a. unnið á leikskóla, verið flokkstjóri í Vinnuskólanum ásamt því að vinna í Pakkhúsinu og Zelsíuz.

Starfsmaður á dagvöktum bæði með 5.-7.bekk og 8.-10.bekk. Vinnur á mánudags- og miðvikudagskvöldum og annað hvert föstudagskvöld. Auk þess er hann með strákaklúbba, spilaklúbba og matreiðsluklúbb.

Guðmunda Bergsdóttir

gudmunda.bergs@arborg.is 

Dag- og kvöldstarfsmaður

Guðmunda hóf störf í félagsmiðstðinni Zelsíuz haustið 2017.

Guðmunda útskrifaðist sem stúdent frá Verzlunarskóla Íslands vorið 2017 og stefnir á að fara í nám tengt tísku. Hún hefur unnið mikið með krökkum og unglingum og hefur m.a. unnið á leikjanámskeiðum, 10-12 ára sumarsmiðjunum, flokkstjóri í Vinnuskóla Árborgar þar sem hún var flokkstjóri ársins 2016 ásamt því að hafa unnið í Pakkhúsinu.

Guðmunda hefur umsjón með 5.- 7. bekkjarstarfinu í Zelsíuz sem er mánudaga, þriðjudaga (á stokkseyri), fimmtudaga og föstudaga frá 14-16. Á þriðjudagskvöldum vinnur hún á opnuninni á Stokkseyri fyrir 8.-10.bekk ásamt því að vinna á opnunum á Selfossi miðvikudagskvöld og annan hvern föstudag.

Guðmunda er með stelpuklúbba fyrir bæði 8.bekk og 9.-10.bekk ásamt góðgerðarklúbbi og hönnunarnámskeiði.

Guðbjartur Daníel Guðmundsson

 

 gudbjartur.daniel@arborg.is

Kvöldstarfsmaður

Vinnur öll mánudagskvöld og annan hvern föstudag. Auk þess er hann með strákaklúbbana og tónlistarklúbb.

Hulda Kristín Kolbrúnardóttir

Dag- og kvöldstarfsmaður

Guðmunda hóf störf í félagsmiðstðinni Zelsíuz haustið 2017.

Guðmunda útskrifaðist sem stúdent frá Verzlunarskóla Íslands vorið 2017 og stefnir á tölvunar- og viðskiptafræði. Hún hefur unnið mikið með krökkum og unglingum og hefur m.a. unnið á leikjanámskeiðum, 10-12 ára sumarsmiðjunum, flokkstjóri í Vinnuskóla Árborgar þar sem hún var flokkstjóri ársins 2016 ásamt því að hafa unnið í Pakkhúsinu.

Vinnur öll miðvikudagskvöld og annan hvern föstudag. Einnig vinnur hún á fimmtudögum kl.14-16 í starfi með 5.-7.bekk. Auk þess er hún með eldri stelpuklúbbinn og Stílsklúbbinn þar sem unnið er að viðfangsefni fyrir hönnunarkeppnina Stíl.   

Dominika Teresudóttir

Kvöldstarfsmaður

Vinnur öll mánudags- og miðvikudagskvöld og annan hvern föstudag. Auk þess er hún með yngri stelpuklúbbinn og Stílsklúbbinn.

Salómon Smári Óskarsson

Kvöldstarfsmaður

Vinnur á þriðjudögum á Stokkseyri og annan hvern föstudag. Auk þess er hann með yngri stuttmyndanámskeið og yngri spilaklúbb.

 

Gunnar E. Sigurbjörnsson

Tómstunda- og forvarnarfulltrúi

gunnars@arborg.is

s: 480-1950 / 820-4567 

 
Tómstunda- og forvarnafulltrúi er yfir báðum tómstundastofnunum Árborgar, ungmennahúsinu Pakkhúsið og félagsmiðstöðinni Zelsiuz ásamt því að bera ábyrgð á forvarnamálaflokki sveitarfélagsins. Hann sér um allan fjárhagslegan rekstur Zelsiuz og heldur utan um starfsmannamálin. Fulltrúinn mótar einnig stefnu og uppbyggingu félagsmiðstöðvarinnar og hefur yfirumsjón með dagskrágerð og starfsemi Zelsiuz. Tómstunda- og forvarnafulltrúinn nýtur þó aðstoðar starfsmanna hússins og unglinga í Z-ráði við þessa uppbyggingu og mótun.
 
Gunnar hefur verið tómstunda- og forvarnarfulltrúi Árborgar frá því í ágúst 2012. Gunnar er með B.Ed.- gráðu frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist vorið 2010. Hann hefur áður starfað sem verkefnastjóri í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum í Reykjavík um 9 ára skeið og einnig starfað sem kennari, umsjónarmaður leikjanámskeiða, innkaupastjóri hjá byggingarfyrirtæki og fleira.