Kynningakvöld fyrir skólana

Kæru félagar – þetta er að bresta á. Fyrsta opnun vetrarins fyrir 8.-10.bekkinn er í kvöld – þriðjudaginn 4.september. Þá munum við hafa opið bara fyrir unglinga úr Vallaskóla, á morgun verður opið fyrir Sunnulækjarskóla og á föstudaginn verður opið fyrir nema úr BES. Þessi kvöld eru hugsuð sem tækifæri fyrir nemendur úr einum skóla í einu til að koma saman og kynna sér dagskrá Zelsíuz í vetur. Hægt verður að fara í PS4, borðtennis, spila, spjalla og slaka á. Einnig verður lauflétt kynning á klúbbunum og námskeiðunum sem við munum bjóða upp á í vetur. Langar þig að vera í strákaklúbbnum? Stelpuklúbbnum? Taka þátt í hönnunarkeppninni Stíl? Eða vera Extremeklúbbnum? Komdu þá í kvöld og fáðu að heyra hvernig allt saman virkar. 
 
Fríar pizzur meðan birgðir endast. Sjáumst hress og kát!