Klúbbastarfið að fara af stað í Zelsíuz

Þessa dagana eru starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar að setja sig í stellingar fyrir klúbba og námskeið vetrarins. Alls var boðið upp á 16 klúbba þetta haustið og fóru umsóknir framúr okkar björtustu vonum. Unglingar úr 8.-10.bekk sýndu klúbbunum mikla athygli og hafa starfsmenn ákveðið að bjóða upp á eftirfarandi klúbba:

 • Strákaklúbbur – fyrir stráka úr 8.bekk
 • Strákaklúbbur – fyrir stráka úr 9. – 10.bekk
 • Stelpuklúbbur – fyrir stelpur úr 8.bekk
 • Stelpuklúbbur – fyrir stelpur úr 9. og 10.bekk 
 • Z – ráðið
 • Tónlistarklúbbur
 • Extremeklúbbur
 • Matreiðslunámskeið
 • Hönnunarnámskeið
 • Góðgerðarklúbbur
 • Kvikmyndagerðarnámskeið
 • Roleplayklúbbur

Á næstu dögum verða hengdar upp auglýsingar fyrir fyrstu fundi klúbbana. Hvetjum við alla til að fylgjast vel með og mæta á fyrsta fundinn því þar verður búin til dagskrá og næstu vikur skeggræddar. Sjáumst hress og kát.