Nýjustu fréttir

Maí dagskrárnar komnar :)

Núna er maí kominn og Zelsiuz enn í fullum gangi 🙂

í maí (18.-21.) höldum við Skólaleika Zelsiuz en þá keppa skólarnir á móti hvor öðrum í allskonar keppnisgreinum, hefðbundnum og óhefðbundnum… sigurvegararnir fá svo áletraðan farandbikar til að geyma í skólanum sínum í heilt ár. Leikunum verður svo lokað með heljarinnar strandpartý á Stokkseyri 🙂

Einnig verður lokaball allra félagsmiðstöðva á Suðurlandi, haldið á Hvolsvelli föstudaginn 15. maí, skráning hefst mánudaginn 11. maí.

Sláum ekki slöku við í 10-12 ára starfinu heldur hérna í Zelsiuz en ýmsar ferðir verða í maí… fórum á kayak í byrjun maí, stefnum á heimsókn í Slakka, lautarferð í Hellisskógi og svo ljúkum við vetrinum á Karnival lokahátíð þann 28. maí.

Endilega kíkið á dagskrárnar hér á stikunni fyrir ofan og fylgist með okkur 🙂

Eldri fréttir